#

EntreComp ramminn fyrir óáþreifanlegan menningararf


|    Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




  VIDEOS



STEFNA OG MARKMIÐ

STEFNA OG MARKMIÐSmella til að lesa  

  • Fengið kynningu á EntreComp rammanum: The Entrepreneurial Competence Framework ramminn býður öflugasta og áreiðanlegasta líkanið fyrir menntun og þjálfun frumkvöðlahæfileika
  • Fengið nýjar hugmyndir  tækifærum óáþreifanlegs menningararfs : Þessi kafli fjallar um fyrstu stoð þjálfunarsviða EntreComp: HUGMYNDIR OG TÆKIFÆRI. Lesendur geta fundið nýjar og áhugaverðar uppsprettur innblásturs til að styrkja frumkvöðlastarf sitt sem tengist  óáþreifanlegum menningararfi 
  • Hæfni til nýta sér nýsköpun í óáþreifanlegum menningararfi: Í síðasta kaflanum munu lesendur kynnast hagnýtri þekkingu sem þeir geta gert tilraunir með til auka meðvitund sína um nýköpun tengdri óáþreifanlegum menningararfi
Bakgrunnur og kynning á EntreComp 

Hæfnirammi um frumkvöðlafærni (The Entrepreneurial Competence Framework​): Frumkvöðlastarf sem hæfniSmella til að lesa  

cover

Árið 2016 birti the Sameiginleg rannsóknarmiðstöð framkvæmdarstjórnar ESB opinberlega Evrópuramma um hæfni frumkvöðla.

Ramminn var þróaður í nánu samstarfi við DG for Employment, Social Affairs and Inclusion og er enn umfangsmesta, alþjóðlega viðleitni til leggja til „sameiginlega“ skilgreiningu á frumkvöðlastarfi sem hæfni.

Sú staðreynd  frumkvöðlastarfsemi  skilgreind sem hæfni frekar en starfsgrein gefur ákveðnar vísbendingar um beitingu og hagnýtingu rammans á vettvangi ESB.

Ramminn hefur verið hannaður, og nýtist ekki aðeins þátttakendum í start-up hröðlum og upprennandi frumkvöðlum, heldur líka hinum almenna borgara. EntreComp tekur einnig til tækifæra í símenntun í miklu víðari skilningi, allt frá frumkvæði, sjálfstrausti, siðferðishugsun og fleiru.

Þannig er hægt að nýta EntreComp út fyrir viðskipti, hagfræði og frumkvöðlastarfsemi og skapar áþreifanlega félagslega niðurstöðu jafnvel útfrá sjónarhorni virkrar borgaravitundar, samfélagsþátttöku og starfshæfni.

Bakgrunnur EntreCompSmella til að lesa  

Fyrstu vísar EntreComp urðu til fyrir árið 2016

Í lok árs 2006, birti The Official Journal of the European Union lykiltilmæli frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu fyrir öll aðildarríki, með sérstakri áherslu á styrkingu lykilhæfni fyrir alla sem hluta af símenntunaráætlunum þeirra.

Landsáætlanir ættu samræmast „Ramma um lykilhæfni fyrir símenntun“ eins og lýst var í áætluninni sjálfri.

 

Rammi um lykilhæfni fyrir símenntun 

Ramminn um lykilhæfni fyrir símenntun tekur einkum á fjórum meginþáttum:

1. Greining og nýting á hæfni/færni til efla fólk (þ.e. starfshæfni, félagslega þátttöku, virka borgaravitund) í þekkingardrifnu hagkerfi og samfélögum.
 
2. styðja aðildarríkin við tryggja skilvirkni og áhrif innlendra námskráa um menntun á sama tíma og auðvelda flutning ungs fólks á vinnumarkaðinn og stuðla frekari þjálfunarmöguleikum fyrir aldraða og fullorðna til endurmenntunar, uppfræðslu, starfsþróunar og félagslegrar aðlögunar.
 
3. Útvega evrópskt viðmiðunarlíkan fyrir innlenda hagsmunaaðila, fagfólk á sviði menntunar og lokamarkmið til  deila sameiginlegum viðmiðunargrunni óháð landfræðilegu viðmiði. 
 
4. Vinna menntunar- og þjálfunaráætlunum frá 2010 og byggja ramma um fleiri tengdar aðgerðir.

 

 

Framtak og frumkvæði

Byggt á fyrrgreindum markmiðum, leggja Evrópuþing og Evrópuráð til átta lykilhæfnisvið sem símenntunarramminn tekur til:

1. Samskipti á móðurmálinu

2. Samskipti á erlendum tungumálum

3. Stærðfræðikunnátta og grunnfærni í vísindum og tækni

4. Stafræn hæfni

5. Að læra læra

6. Félagsleg og borgaraleg hæfni

7. Frumkvæðis- og frumkvöðlavitund

8. Menningarvitund og tjáning

Núverandi Evrópurammar fyrir menntun og þjálfunSmella til að lesa  

Byggt á þrem lykilhugtökum símenntunráætlunarinnar eru settir fram tveir megin rammar menntunar, þjálfunar og símenntunar:

        

Eftirfylgni við EntreCompSmella til að lesa  

Ólíkt DigComp (The Digital Competence Framework for Citizens) sem er endurskoðað reglulega af JRC (sameiginlegri rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) hafa ekki orðið miklar breytingar á EntreComp eftir útgáfu hvað varðar uppbyggingu og innihald.

Þó getum við ekki sleppt því minnast á tvær áhugaverðar útgáfur , þ.e. frá 2018 og 2020: 

       

EntreComp í framkvæmd; Fáðu innblástur og láttu það gerast!Smella til að lesa  

EntreComp í framkvæmd fylgdi í kjölfarið tveimur árum eftir upphaflega útgáfu rammans og er ætlað  þjóna  sem eins konar handbók fyrir hagsmunaaðila á sviði menntunar og þjálfunar til að nota EntreComp í starfi sínu.

Það felur í sér ítarlegar leiðbeiningar um rammann og tækifæri hans frá endurtekningu og flutningi inn í menntaumhverfi - skóla og framhaldsskóla, háskólasamfélög, starfsmenntun og fullorðinsfræðslu - og nær yfir mjög fjölbreytt viðfangsefni.

Það sem meira er, EntreComp í framkvæmd, útlistar fjölda verkefna sem framkvæmd voru á vettvangi ESB og á milli landa sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins valdi sem dæmi fyrir notkun hans. Notendur geta nýtt sér reynslu annarra til leita bestu starfsvenjum og frekari innblæstri.

EntreComp og óáþreifanlegur menningararfurSmella til að lesa  

Hægt er að nýta EntreComp ramman í frumkvöðlastarfi með óáþreifanlegan menningararf og menningu.

Þannig er hægt að nota EntreComp til  framkvæma sjálfsmat og meta faglega hæfni sína til að vera skilvirkari almennt en einnig skilvirkari í starfsemi sinni, verkefnum og heildarframmistöðu.

Hér munum við einbeita okkur skipulagningu og framkvæmd viðskiptahugmynda og skoða eitt ákveðið sjónarhorn EntreComp: HUGMYNDIR OG TÆKIFÆRI

Leiðbeiningar um EntreComp: uppbygging og innihald  

Stuttur leiðarvísir í gegnum EntreComp rammann Smella til að lesa  

Með því minna á sjöundu hæfnina úr símenntunarrammanum sem Evrópuþingið og Evrópuráð ESB mælir með, kveður stefnuskrá á um frekari sundurliðun á frumkvæðisvitund og frumkvöðlaskap.

Athugasemdir gefa til kynna kjarninn í þessari hæfni snýst um getuna til bera kennsl á möguleg tækifæri fyrir persónulega, faglega og/eða viðskiptalega starfsemi, þar með talið málefni „heildarmyndarinnar“ sem skapa samhengið sem fólk lifir og starfar í.

Um er að ræða 15 lykilhæfniviðmið sem dreift er á þrjú lykilsvið þjálfunar (sjá næstu glæru):

Framtaksemi og frumköðlahæfni er skipt niður í:

Þrjú þjálfunarsvæði…

  →  …hvert þeirra inniheldur fimm hæfniþætti…

   → 60 þræði þar sem fjallað er um hæfniþættina (og hvað þáttur stendur fyrir í reynd)

   → sem hægt er að meta með 8-þrepa færniviðmiði

 

EntreComp’s training areas and competences associated to them

8-þrepa færniviðmiðSmella til að lesa  

Grunnfærni

Miðlungs

Góð færni

Sérfræðingur

Treystir á stuðning frá öðrum

Byggir upp sjálfstæði

Tekur ábyrgð

Ýtir undir breytingar, 

nýsköpun og vöxt

Undir beinu eftirliti

Með minni stuðningi frá öðrum,  eitthvað sjálfstæði, samstarf með jafningjum

Á eigin vegum og með jafningjum

Tekur og deilir einhverri ábyrgð

Með einhverri leiðsögn ásamt öðrum

Tekur ábyrgð á ákvarðanatöku og vinnur með öðrum.

Tekur ábyrgð á  stuðla  flókinni þróun á tilteknu sviði

Stuðlar sjálfbærri þróun á ákveðnu sviði

Uppgötva

Kanna 

Tilraun

Þor

Úrbætur

Styrking

Útvíkkun

Breytingar

HUGMYNDIR OG TÆKFÆRISmella til að lesa  

Hæfni

Ábending

Lýsing

1.1 koma auga á tækifæri

Notaðu ímyndunarafl þitt og getuna til koma auga á tækifæri til verðmætasköpunar

 Þekktu og gríptu tækifæri til skapa verðmæti með því kanna félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt landslag
 Þekktu þarfir og áskoranir sem þarf mæta
 Komdu á nýjum tengslum og leiddu saman dreifða þætti landslagsins til skapa tækifæri til verðmætasköpunar

1.2 Sköpunarkraftur

Þróaðu skapandi og merkingarbærar hugmyndir

 Þróaðu nokkrar hugmyndir og tækifæri til skapa verðmæti, þar á meðal betri lausnir á núverandi og nýjum áskorunum
 Kannaðu og gerðu tilraunir með nýstárlegar aðferðir
 Sameinaðu þekkingu og fjármagn til fram verðmætum áhrifum

1.3 hafa sýn

Stefndu í átt að framtíðarsýn þinni

Sjáðu framtíðina fyrir þér
Þróaðu með þér sýn til að snúa hugmyndum upp í veruleika
Sjáðu fyrir þér framtíðina til að gera vinnuna markvissari

1.4 meta hugmyndir

Gerðu það mesta úr tækifærum og hugmyndum 

 Leggðu mat á hvert gildið er í félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu tilliti
 Sjáðu möguleikana sem hugmyndin hefur til að skapa verðmæti og finndu viðeigandi leiðir til að gera sem mest úr henni
 

1.5 Siðferðileg og sjálfbær hugsun

Legðu mat á afleiðingar og áhrif hugmynda, tækifæra og gjörða 

 Leggðu mat á afleiðingar hugmynda sem færa með sér verðmæti og áhrif frumkvöðlastarfsemi á markhópinn, markaðinn, samfélagið og umhverfið
 Hugleiddu hversu sjálfbær samfélagsleg, menningarleg og efnahagsleg markmið eru til lengri tíma litið og hvaða leið er valin
 Sýndu ábygð
 
ÚRRÆÐISmella til að lesa  

Hæfni

Ábending

Lýsing

2.1 Sjálfs-vitund og skilvirkni

hafa trú á sjálfum þér og halda áfram þróast

 Hugleiddu þarfir þínar, vonir og langanir til lengri og skemmri tíma
 Þekktu og lærðu að meta styrkleika og veikleika þinn sem einstaklings og hópsins
 Trúðu á getu þína til að hafa áhrif á atburðarásina þrátt fyrir óvissu, áföll og tímabundin mistök

2.2 Hvatning og þrautseigja

Haltu fókus og ekki gefast upp

 Vertu staðráðin/nn í að breyta hugmyndum í aðgerðir og fullnægja þörf þinni til að ná árangri
 Vertu tilbúin/nn að vera þolinmóð/ur og haltu áfram að reyna að ná langtímamarkmiðum þínum sem einstaklingur eða sem hópur
 Vertu þrautseig/ur undir álagi, mótlæti og tímabundnum mistökum

2.3 Virkjaðu úrræði

Taktu saman og stýrðu úrræðum sem þú hefur

 Taktu á móti og stjórnaðu efninu, óefnislegu og stafrænu sem þarf til að breyta hugmyndum í aðgerðir
 Nýttu bjargir sem best
 Taktu á móti og stjórnaðu þeirri hæfni sem þarf á hverju stigi sem er, þar á meðal tæknilegri, lagalegri, skattalegri  og  stafrænni hæfni
 

2.4 Fjármála- og efnahagslæsi

Þróaðu fjárhagslega og efnahagslega kunnáttu

 Áætlaðu kostnaðinn við að breyta hugmynd í verðmætaskapandi starfsemi
 Skipuleggðu, settu á fót og legðu mat á fjárhagslegar ákvarðanir með tímanum
 Stýrðu fjármögnun til að tryggja að verðmætaskapandi starfsemi þín geti varað til langs tíma
 

2.5 Virkjaðu aðra

Veittu innblástur, hvatningu og fáðu aðra um borð

 Vertu hvetjandi og vektu áhuga viðkomandi hagsmunaaðila
 Fáðu þann stuðning sem þarf til að ná árangri
 Tryggðu skilvirk samskipti, sannfæringarkraft, samningaviðræður og forystu
Í FRAMKVÆMDSmella til að lesa  

Hæfni

Ábendingar

Lýsing

3.1 Að taka frumkvæði

Framkvæmdu

 Komdu af stað ferlum sem skapa verðmæti
 Taktu áskorunum
 Sýndu framtaksemi og starfaðu að markmiðum, stattu við fyrirætlanir og framkvæmdu skipulögð verkefni

3.2 Áætlanagerð

Forgangsröðun, skipulag og eftirfylgni

 Settu þér lang-, meðal- og skammtímamarkmið
 Skilgreindu forgangsröðun og aðgerðaáætlanir
 Aðlagastu  ófyrirséðum breytingum

3.3 Að takast á við óvissu og áhættu

Taktu ákvörðun um að taka á óvissu og áhættu

 Taktu ákvarðanir þegar niðurstaða þeirrar ákvörðunar er óviss, þegar tiltækar upplýsingar eru að hluta óljósar eða þegar hætta er á ófyrirséðum niðurstöðum
 Innan verðmætasköpunarferlisins, gerðu ráð fyrir skipulögðum leiðum til að prófa hugmyndir og frumgerðir frá fyrstu stigum, til að draga úr hættu á að mistakast
 Taktu á síbreytilegum aðstæðum með sveigjanleika og hraðvirkni 
 

3.4 vinna með öðrum

Taktu þátt í teymisstarfi, samvinnu og tengslanet 

 Taktu þátt í teymisstarfi og vinnu með öðrum til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd
 Tengslanet
 Leystu deilur og mættu samkeppni með jákvæðni

3.5 læra af reynslunni

Lærðu af reynslunni

Notaðu alla framtaksemi til námstækifæra
 Lærðu með öðrum, þar á meðal jafningjum og leiðbeinendum
 Hugleiddu og lærðu af bæði velgengni og mistökum (þinni eigin og annarra)
 
Stoð HUGMYNDA OG TÆKIFÆRA: Nákvæm sundurliðun

HUGMYNDIR OG TÆKIFÆRI stoðin: Ítarlegt yfirlitSmella til að lesa  

Í fyrsta hluta EntreComp rammans verður farið í gegnum hverja hæfni og þræði hverrar hæfni til að hjálpa viðkomandi að tileinka sér nýja nálgun á frumkvæði sem byrjar á gagnrýnni hugsun um ný skapandi tækifæri fyrir óáþreifanlegan menningararf.

Til að fá frekari innsýn í þræði annarra hæfnisviða er mælt með því að notendur skoði D-hluta EntreComp (síða 178).

Að koma auga á, skapa og grípa tækifæriSmella til að lesa  

koma auga á, skapa og grípa tækifæri

Að koma auga á og skapa tækifæri þýðir að þróa gagnrýni fyrir umhverfinu, á sama tíma og hægt er að beita mismunandi aðferðum til að skapa verðmæti.

Tækifærin eru ekki aðeins í hagnaðarskyni, því í skilningi EntreComp eru tækifæri einnig hugsuð sem félagsleg, menningarleg og efnahagsleg og nýtast til að skapa ávinning fyrir samfélagið.

Aðferðafræðin á að vera greinandi, hagnýt og markmiðamiðuð. Hins vegar er fólk eindregið hvatt til að gera tilraunir með sköpunargáfu sína og frjóa hugsun til að vera betur í stakk búinn til að efla nýsköpun og þróun.

 

Áhersla á áskoranir

Tilfinning fyrir frumkvæði og frumkvöðlahugsun er ekki bara til að skapa tækifæri heldur einnig til að bregðast við áskorunum (þ.e. efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum).

Þegar um tækifæri er að ræða, finna frumkvöðlar skapandi/nýstárlegar lausnir sem efla og ýta enn frekar undir innri möguleika sama tækifæris.

Þegar kemur áskorunum finna frumkvöðlar skapandi/nýstárlegar lausnir sem þarf bregðast við rétt og tímanlega

lokum geta frumkvöðlar með framtíðarsýn breytt áskorunum í tækifæri til nýta enn frekar það félags-, efnahagslega og menningarlega vistkerfi sem þeir starfa í.

 

Þarfir í dulargervi 

Samkvæmt skilgreiningu, eru “þarfir” mitt á milli tækifæra og áskorana, allt eftir eðli þeirra og umfangi.

Oftast eru það frumkvöðlar sem takast á við þarfir og tækifæri, þar sem þeir hafa einstaka getu til tækla hin ýmsu áhugasvið, með nýjum, fáguðum, grípandi og notendavænum lausnum. Afhjúpun þarfa kreftst ítarlegrar greiningar á markaði, atvinnulífi og iðnaði sem er algengt í verkfærakistu markaðsfræðanna.

Almennt leita frumkvöðlar dags-daglega að óuppfylltum þörfum sem þeir geta mætt, á undan (og betur) en samkeppnisaðilar á markaðnum.

Samkeppnisforskot margra fyrirtækja og stórra stofnana felst í því að þeir hafa tekið „fyrstir af skarið“ í tilteknum geira, en taka á meðan áhættuna á að gera tilraunir með hið óþekkta án þess að reiða sig á lærdóm annarra og góða starfshætti í sama samhengi.

 

 greina samhengið

Burtséð frá uppruna og „rótum“ frumkvöðlastarfsins (tækifærum, áskorunum, þörfum), þá snýst það fyrst og fremst um að skapa verðmæti fyrir stofnunina og það fólk sem tengist henni. Það snýst einkum um að tileinka sér menningu sem er opin, næm og móttækileg fyrir innri veikleikum og ytri ógnunum.

Það er tiltölulega auðvelt að skilgreina styrkleika og tækifæri miðað við ógnanir og veikleika, þar sem greining á ógnunum og veikleikum er gerð af frumkvöðlum sem taka inn í myndina sinn eigin ótta og hlutdrægni, sem yfirleitt er litið framhjá eða vanmetið.

Greining samhengis þarf að taka tillit til smáatriða jafnt og „stóru myndarinnar“, samvirkni þeirra og innbyrðis tengsla.

SköpunarkrafturSmella til að lesa  

Vertu opin/nn og forvitin/nn

 

"Það mikilvægasta er að hætta ekki að efast. Forvitni hefur sinn eiginn tilverurétt. Maður getur ekki annað en verið agndofa þegar maður íhugar leyndardóma eilífðarinnar, lífsins, hinnar undursamlegu byggingu veruleikans. Það er nóg ef maður reynir skilja aðeins lítið brot af þessum leyndardómi á hverjum degi."

Albert Einstein

 

Frumkvöðlar munu aldrei geta fundið nýjar leiðir til skapa verðmæti úr tækifærum, áskorunum og þörfum ef þeir eru ekki tilbúnir til opna sig fyrir umhverfinu í kring.

Gefðu þér tíma til kynna þér nýja strauma, það sem fólk hefur brennandi áhuga á, áhuga samfélagsins, allt það sem er að gerast þarna úti...

 

Þróaðu hugmynd

Mannskepnan er u.þ.b. 200.000 ára gömul. Það er í erfðamengi okkar koma með aðrar og nýstárlegar lausnir til framfara og til  þróast sem lifandi verur.

Frá uppgötvun hjólsins til landvinninga geimsins hættum við aldrei þróa nýjar hugmyndir til víkka sjóndeildarhring tækifæra okkar.

Frumkvöðlastarf snýst um að prófa, gera tilraunir og sannreyna nýjar hugmyndir til skapa verðmæti til viðhalda tæknilegri og félagslegri þróun samfélaga okkar. Mistök eru hluti af ferlinu, en í stað þess  líta á það sem ógn, eru mistök tækifæri fyrir dýrmæta endurgjöf og lærdóm sem eykur færni, þekkingu og sjálfstraust.

"Mér hefur ekki mistekist tvö þúsund sinnum búa til ljósaperu; Ég lærði einfaldlega nítjánhundruðníutíu og níu leiðir  því hvernig ljósapera ætti ekki að vera gerð."

Thomas Edison

skilgreina vandamál

Það er sagt aðeins með því þekkja eðli vandamálsins, ertu komin/nn hálfa leið lausninni.

Frumkvöðlar geta yfirleitt ekki komið með lausnir á óskilgreindum vandamálum, þeir þurfa að vera vel meðvitaðir um „hvað þeir eru fást við“ áður en þeir nálgast viðfangsefnið. Misskilningur á því um hvað er að ræða getur valdið sóun á tíma og fjármagni.

Vandamál og áskoranir koma í formi strendings þar sem hver yfirborðsflötur hefur sína eiginleika og mynda þannig flókið fyrirbæri.

Kerfisbundin hugsun er verkfæri til minnka rangfærslur sem gætu leitt til þess frumkvöðlar hverfi frá hentugustu lausninni.

 

Gildi hönnunar

Undanfarið virðist design thinking vera mjög endurtekið tískuorð meðal fræðimanna og fagfólks.

Design thinking snýst um vitræna, tæknilega og stefnumótandi ferla/verkefni sem leiða til þróunar innviða, vara og þjónustu.

Einnig er hægt beita design thinking á „hugmyndir sem skapa virði“. Viðmið fyrir design thinking sem margir sækja sér innblástur til er sett fram af Design Thinking Lab við Stanford háskóla (almennt nefnt d.school)

Source: https://dschool.stanford.edu/

 

Vertu nýjungagjarn

Algengt er að tala um fjórar megin tegundir nýsköpunar:

1. STIGVAXANDI: algengasta form nýsköpunar. Það samanstendur af þekktri tækni - sem beitt er á þekktum markaði - en uppfærð með nýjum eiginleikum og einkennum.

2. KLJÚFANDI: er ekki eins algeng og stigvaxandi, en samt nokkuð algeng. Hún samanstendur af nýrri tækni sem er beitt á þekktum mörkuðum.

3. ARKITEKTA: er aðeins fágaðri miðað við stigvaxandi og klúfandi þar sem hugmyndin felur í sér beitingu og hagnýtingu núverandi tækni á nýjum mörkuðum (t.d. til nýta stærðarhagkvæmni, umfangshagkvæmni og reynslu)

4. RÓTTÆK: nýsköpun samkvæmt skilgreiningu. Ný tækni notuð á nýja markaði.

SýnSmella til að lesa  

Sjáðu fyrir þér…

Eins og einhver sagði, ímyndunaraflið er mikilvægara en þekking...

Ímyndunaraflið er nauðsynlegt í frumkvöðlastarfi og stjórnun fyrirtækja. Ímyndunaraflið nær yfir marga af þeim þáttum og þráðum sem fylgja EntreComp.

Ef litið er á hvert atriði fyrir sig má túlka ímyndunarafl sem hæfileika til að:

Búa til framtíðarsviðsmyndir sem eru aðlaðandi fyrir bæði stofnunina og samfélög
Skilgreina stefnumótandi sýn fyrir stofnunina og verðmæti tilboðs hennar
Sjá fyrir langtímaáhrif starfsemi og ferla
Vega og meta samtímis tvær eða fleiri mögulegar aðstæður
Útbúa stefnuáætlanir um áhættustýringu og samræmdar mótvægisaðgerðir

 

 

Stefnumótandi hugsun

Aftur, eins og með ímyndunaraflið, er hægt beita stefnumótandi hugsun á alla hæfni EntreComp þar sem það er ein þvervirkasta færni sem hægt er að þróa.

Stefnumótandi sýn er hönnuð þannig hún bjóði upp á gildi fyrir alla, skapar samstöðu og tilfinningu fyrir því tilheyra málstaðnum og vera hluti af heildinni.

Stefnumótandi hugsun þýðir að geta stillt aðgerðum þannig upp stuðlað því tilætlaður árangur náist. Þetta er þróun samræmdrar vinnuáætlunar semstuðlar því markmiðin náist.

Frá sjónarhóli fyrirtækis þýðir það líka forðast tilviljanir: Settu þér markmið sem eru raunhæf, sem hægt er að ná, en eru krefjandi og hvetjandi, mældu frammistöðu þína, berðu saman niðurstöður þínar við eigindlega staðla og leiðréttu (ef þörf krefur).

 

Leiðbeinandi framkvæmd

Þetta snýst í raun um að breyta áætlunum og framtíðarsýn í aðgerðir.

Á þessu stigi fara frumkvöðlar aftur teikniborðinu sínu og breyta, endurmeta og endurskoða það sem áður hefur verið rætt, byggt á niðurstöðum design thinking vinnunar. Frumkvöðlar gefa sér tíma til skoða frammistöðu sína og nýta uppbyggilega endurgjöf .

Þeir sjá ekki aðeins allar þær breytingar sem gætu verið nauðsynlegar, heldur sjá þeir til þess þessar breytingar séu í raun innleiddar, en þó áfram með mjög skýra sýn um hvert þeir eru fara og hvers vegna.

Að meta hugmyndirSmella til að lesa  

 koma auga á verðmæti hugmynda 

Þetta þrep táknar „sölupunkt“ viðskiptahugmyndarinnar og verðmæti hennar.

Frumkvöðlar geta talað um stofnanir sínar og verkefni til veita öðrum innblástur og eldmóð. Þessi frásögn hefur í raun og veru mikil áhrif þegar til dæmis frumkvöðlar hitta í eigin persónu mikilvæga opinbera hagsmunaaðila og/eða einkafjárfesta.

Gildi hugmynda byggir á því hvernig þessar hugmyndir geta skapað verðmæti, fyrir stofnunina og alla þá sem koma málinu (þ.e. starfsmenn og samfélagið í heild).

Arðsemi stofnunarinnar er ekki það sama og endanlegt gildi hennar: viðskiptamódel sem mótar og nýtir framboð  stofnunarinnar, stuðlar frammistöðu hennar. Frammistaðan er mæld með tilliti til skilvirkni ferla, skilvirkni niðurstaðna og samfélagslegs ávinnings.

 

deila og vernda hugmyndir

Hægt er að skipta þessari hæfni í tvo hluta:

1. deila: almannatengsl, tengslanet. Að miðla gildum vörumerkisins út á við. Fyrsta markmiðið eru tengsl við  viðskiptavini. Frumkvöðlar gleyma aldrei mikilvægi þess koma vörumerki sínu og virði framboðs þeirra til viðeigandi þriðja aðila sem gæti haft veruleg áhrif á frammistöðu stofnunarinnar.
2 . vernda: frumkvöðlar ættu kynna sér minnsta kosti grunnatriði höfundarréttar og margs konar leyfisveitinga sem eiga við á almennum markaði.
Siðferðileg og sjálfbær hugsunSmella til að lesa  

Siðferðileg og sjálfbær hugsun

Siðferði er útbreitt viðfangsefni í stjórnun fyrirtækja. Það á við í allri starfsemi frumkvöla. Í þessu samhengi þýðir siðferðileg hugsun starfa í samræmi við almennt siðferði, jafnvel settar ofar hvers kyns hagnaðardrifnum hagsmunum.

Siðferðileg ákvarðanataka ætti að vera sett skör ofar en ákvarðanataka sem leidd er af hagnaðarsjónarmiðum. Í dag eru umræður með áherslu á samfélagsábyrgð fyrirtækja enn mikilvægari en áður þar sem samfélög eru verða sífellt viðkvæmari fyrir ýmsum samfélagsmálum:

Kynjamisrétti
Umhverfismál
Dýravelferð
Ójöfnuður auðs
O.s.frv.

 

Að meta áhrif

Það er mjög algengt nú á dögum stofnanir skili árlegri samfélagsskýrslu ásamt hefðbundnum ársreikningum.

Samfélagsskýrsla er lögð fram af fúsum og frjálsum vilja og leggur áherslu á viðleitni stofnunarinnar hvað varðar samfélagslega ábyrgð og umhverfislega sjálfbærni. Með þessu skjali gera frumkvöðlar sýnilega skuldbindingu sína til takast á við og grípa inn í félagsleg málefni.

Þannig sýnir stofnunin fram á þá vinnu sem á sér stað þeim gildum sem stofnunin stendur fyrir. Samfélagsskýrslan eykur áreiðanleika og traust stofnunarinnar meðal almennings og er jákvæð fyrir orðspor hennar.

 

Ábyrgð

Frumkvöðlar sem taka ábyrgð styrkja beinar samskiptaleiðir við hagsmunaaðila sem gætu haft áhuga á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð stofnunarinnar.

Það skapar samband sem byggir á trausti og auðveldar upplýsingamiðlun og gagnkvæmt gagnsæi, tvíhliða þátttöku og áreiðanleika.

Frumkvöðlar eru fullkomlega meðvitaðir um áhrif þess  skilja á milli framleiðslu, útkomu og áhrifa. Þeir geta greint á hvaða stigi starfsemi þeirra vandamálin liggja.

Samantekt

SamantektSmella til að lesa  

Sjálfsmat!

Dæmisögur sem tengjast efninu:

- Pluggable Social Platform for Heritage Awareness and Participation (PLUGGY)

- Emotive Virtual cultural Experiences through personalized storytelling




Lýsing:

Mat, nýting og þá endurmat á nýjum hugmyndum í verkefnum tengdum óáþreifanlegan menningararf.


Lykilorð

EntreComp, óáþreifanlegur menningararfur, hugmyndir, tækifæri, símenntun, frumkvöðlar, framtakssemi


Markmið:

• Kynning á EntreComp rammanum
• Nýjar hugmyndir að tækifærum óáþreifanlegs menningararfs
• Hæfni til að vinna að nýsköpun í óáþreifanlegum menningararfi


Heimildaskrá

Um EntreCom með sérstaka áherslu á EntreCom í framkvæmd: (https://publications.jrc.ec.europa.eu/repository/handle/JRC109128)



© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.