Innihald
Fjölskyldurekið fyrirtæki á austurströnd Íslands. Fyrirtækið vinnur afurðir úr æðardúni í heimabyggð. Hugmyndin að baki fyrirtækinu kviknaði í heimsókn til æðardúnsbænda á svæðinu.
Samstarf fyrirtækisins og bændanna hefur gengið vel og líta báðir aðilar jákvætt á samvinnuna. Viðbrögð byggðarlagsins eru líka jákvæð. Ný störf hafa skapast og aukin efnahagsleg verðmæti verða eftir á svæðinu, sem og þekking og færni.
Æðardúnn er dýrasta útflutningsvara íslensks landbúnaðar. Að búa til vörur úr dúninum hefur í för með sér aukna verðmætasköpun, samanborið við að flytja dúninn út sem óunnið hráefni.
Dýravelferð og sjálfbærni eru í hávegum höfð.
Talið er að hefð hafi verið fyrir dúntekju hafi fylgt Íslendingum frá landnámi.
Heimildaskrá
https://icelandicdown.com/