Birtingarmyndir óáþreifanlegs menningararfs eru ólíkar og þessi fjölbreytileiki getur leitt til vandræða við að koma arfleifð á framfæri.
Við getum notað ólíkar gerðir skráa eftir því hvers konar óáþreifanlegan menningararf við viljum varðveita. Í þessum hluta kynnum við möguleika á sviði margmiðlunar til að deila upplýsingum og veflæg kerfi til slíkra nota.
Myndskeið: Myndskeið eru frábær kostur fyrir virk samskipti. Með myndskeiðum má deila hefðbundnum dönsum, athöfnum, frásögnum og viðtölum. Þannig verður skemmtilegra og myndrænna fyrir fólk að skilja og læra.
Myndböndum má deila með margvíslegum hætti. YouTube er framúrskarandi kostur, með milljónir notenda um allan heim og hýsir myndskeið sem falla undir afar fjölbreytta efnisflokka. Ennfremur bjóðast áskriftarleiðir sem gera áhugasömum einstaklingum kleift að fá tilkynningar um nýtt efni á rásunum þínum.
Annar möguleiki er Vimeo. Þessi vettvangur er ekki jafn vinsæll og YouTube en bíður mikil myndgæði sem er mjög mikilvægt í miðlun óáþreifanlegs menningararfs.
Myndir: Frábær kostur til að deila upplifun frá fyrstu hendi á sjónrænan hátt. Með myndum getur fólk séð efni sem það annars færi á mis við. Þetta getur gert óáþreifanlega menningararf ódauðlegan og fært hann á milli kynslóða.
Upplýsingar, fréttabréf og skjöl: Upplýsingar eru lykilatriði við útbreiðslu óáþreifanlegs menningararfs og veraldarvefurinn gerir mögulegt að dreifa þeim um heiminn. Með því að gera óáþreifanlegan menningararf sýnilegan tryggjum við verndun hans og arfleifð. Þess vegna getur gott skipulag á upplýsingum og miðlun verið mikilvægt.
Eins og farið var yfir í fyrri hlutum kennsluefnisins er veraldarvefurinn stöðugt uppfærður og stækkaður. Óáþreifanlegur menningararfur er alltaf áhugaverður; nýir notendur uppgötva nýjar vefsíður og miðla.
Vefsíður eru mjög heppileg leið til miðlunar óáþreifanlegs menningararfs. Þær bjóða miðlægan vettvang þar sem nálgast má upplýsingar og miðla á auðveldan og aðgengilegan hátt.
Vefsíða er lykilatriði fyrir verkefni okkar, til viðbótar við samfélagsmiðla eða aðrar leiðir. Með vefsíðu laðar þú fleiri notendur að og styrkir stefnumörkun þína og markaðsstarf.
WordPress er fyrirmyndar vettvangur til að búa til vefsíður. Þar er boðið upp á mismunandi valmyndir, viðbætur, sniðmát, síðuhönnun og birtingarmöguleika. Vettvangurinn leyfir sérstillingar og aðlögun að óskum hvers og eins. WordPress er auðvelt í notkun og notað af atvinnuforriturum og lítt reyndum frumkvöðlum. Að auki er til kennsluefni fyrir byrjendur um vefsíðugerð í WordPress.
Margir aðrir möguleikar, jafn gagnlegir og WordPress, koma til greina svo sem SITE123, Wix, SquareSpace eða Weebly. Öll þessi kerfi bjóða upp á ólíka valkosti varðandi hýsingu. Gerðu samanburð og veldu þann vettvang sem best hentar þínu verkefni.