Í stafræna heiminum þarf að marka stafræna markaðsstefnu til að fá sem mest út úr vefsíðunni. Mismunandi verkfæri hafa verið þróuð af sérfræðingum sem gera þér kleift að
Á þennan hátt getur þú styrkt vörumerki, ímynd og auðkenni fyrirtækisins.
Áður en haldið er inn í hinn stafræna heim, þarftu að móta og skilgreina vandlega einkenni og ímynd fyrirtækis þíns, nafn vörumerkis og vöru eða þjónustu sem þú býður. Þú þarft vörumerkjastefnu.
Auðkenning er ferlið við að byggja upp og skapa vörumerki. Þannig má koma á framfæri óáþreifanlegum gildum fyrirtækis þíns, þjónustu eða vara, hugmyndum, tilfinningum og skynhrifum sem munu gera vörumerki þitt ólíkt öllum öðrum. Ferlið gerir vörumerkið auðþekkt meðal almennings og neytenda.
Þættir sem þarf að líta til við auðkenningu eru:
- nafnið
- merkið
- táknin og gildin sem þú vilt miðla
- slagorðið og lén vefsíðu þinnar
Reyndu að gefa öllum þessum smáatriðum gaum, kynna þér þau og jafnvel fá fram ólíkar skoðanir, sýn og skynjun á ímynd vörumerkis þíns með því að biðja fjölskyldu og vini um álit.
Athugið að auðkenning endar ekki þegar búið að koma henni á fót.
Stöðugt þarf að vinna í ímynd og sjálfsmynd fyrirtækis þíns. Þessum þáttum þarf endalaust að huga að, skapa og viðhalda gott orðspor ásamt því að gæta að þeim gögnum og upplýsingum sem þú sendir eða deilir í gegnum stafræna miðla.
Þegar þú skráir þig inn eða stofnar aðgang að ólíkum stafrænum miðlum og samfélagsnetum er mikilvægt að gera það á ábyrgan hátt. Við alla netnotkun ætti að gera ítrustu öryggisráðstafanir. Reyndu að halda bæði stýrikerfi og vírusvörn uppfærðum og farðu reglulega yfir persónuverndar- og öryggisvalkosti í stafrænu umhverfi þínu. Orðspor fyrirtækis tekur langan tíma og mikla fyrirhöfn að byggja upp en getur glatast á örskotsstundu.
Eftir þann undirbúning sem farið er yfir hér að framan getur þú hafist handa við markaðsstefnu og gert vörumerkið þitt þekkt í gegnum stafrænt umhverfi.
Stafræn markaðssetning nær til margra sviða en í þessu kennsluefni munum við einbeita okkur að leitarvélabestun, markaðssetningu með tölvupósti og samfélagsmiðlaaðferðum. Hér eru nokkur tæki sem þú getur notað til að hefja stafræna markaðsstefnu:
Samfélagsnet eru einnig öflugt tæki til kynningar og varðveislu á óáþreifanlegum menningararfi. Í næsta hluta munum við sýna þér hvernig má nýta þau.