Markmið þín verða að vera skýr. Reyndu að forðast orð eins og “meira”, notaðu frekar ákveðnar tölur.
Settu þér líka undirmarkmið þ.e. skamm- og miðtímamarkmið að ná á leiðinni að langtímamarkmiði þínu.
Skilgreindu nákvæmlega hvenær markmiðum er náð svo það sé skýrt og greinilegt að hverju þú vinnur. Mikilvægt er að einbeita sér að því sem skiptir máli.
Í markmiðum þínum ætti að felast áskorun. Það hefur hvetjandi áhrif og veitir þar með orku, stuðlar að samstöðu og að réttri stefnu sé haldið. Of háleit markmið, sem jafnvel er ómögulegt að ná, geta leitt til streitu og uppgjafar. Því skaltu vera varkár í markmiðasetningu.
Settu þér skamm- og miðtímamarkmið sem náð verður á leiðinni að lokamarkmiðinu. Hversu langan tíma tekur að ná í endamarkið fer eftir eðli verkefnisins. Langtímamarkmið er lokaskrefið í markmiðasetningu.
Markmið snúast ekki bara um fjárhagslegan ávinning eða sölutölur heldur líka um sjálfbærni, markaðssetningu og gott starfsumhverfi.
Skamm- og miðtímamarkmið eru viðmiðunarpunktar sem styðja langtímamarkmiðið. Slík markmið gætu til dæmis verið hvenær á að byrja á nýjum verkefnum í fyrirtækinu þínu.
Öll markmið ættu að bæta hvert annað upp, skamm- og miðtímamarkmið ættu þannig að styðja við langtímamarkmiðið.
Sérhvert markmið, til skemmri, meðal eða lengri tíma, er því mikilvægt. Ein leið til að missa ekki móðinn er að íhuga og skrifa niður hvað mun gerast þegar hverju markmiði er náð.
|