#

Fjármálafræðsla og stjórnendalæsi


|    Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




  VIDEOS



MARKMIÐ

MARKMIÐSmella til að lesa  

  • Nálgast stjórnendalæsi útfrá nálgun EntreComp: Þekkt þá hæfni og undirhæfni sem EntreComp gerir ráð fyrir í tengslum við fjármálalæsi
  • Metið framfarir þínar í stjórnendalæsi: Í þessum hluta kynnistu 8 þrepa framfaralíkani sem þú getur notað til meta hæfni þína
  • Nýtt þér verkfæri, ramma og tækni fyrir stefnumótandi stjórnun: Í lok námsþáttarins munum við kynna lesendum öflugan og heildrænan stjórnunarramma fyrir fyrirtæki og rekstur sem auðvelt er að beita í verkefnum við óáþreifanlegan menningararf.
Fjármálafræðsla og stjórnendalæsi

Fjármálafræðsla og stjórnendalæsi: InngangurSmella til að lesa  

Viðfangsefnið fjármálafræðsla og læsi er afar mikilvægt og hefur verið mikið í umræðunni. Allar stærstu alþjóðlegu stofnanirnar vinna forvarnarstarf á þessu þjálfunarsviði.

Alþjóðabankinn, OECD, Alþjóðavinnumálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt frumkvæði á alþjóða vettvangi til  efla fjármálalæsi - með sérstaka áherslu á jaðarsett samfélög, þróunarlönd, dreifbýl svæði, konur og aðra sem eru í hættu á félagslegri og efnahagslegri jaðarsetningu.

Evrópuráðið vinnur t.d. núna í samvinnu við OECD að því þróa nýjan fjármálahæfniramma fyrir ESB.

Fjármálafræðsla og stjórnendalæsi: Nálgun EntreComp Smella til að lesa  

Frumkvöðlarammi sem þróaður er af JRC of the European Commission skráir „fjárhagslegt og efnahagslegt læsi“ sem sjálfstæða hæfni til hlúa að, þegar kemur því  þróa og styrkja frumkvæðis- og frumkvöðlakraft.

Fjármála- og efnahagslæsi tilheyrir þjálfunarsviði 2 innan rammans, því sem tengist ÚRRÆÐUM, auk:

Sjálfs-meðvitundar og sjálfs-skilvirkni
Hvatningar og þrautseigju
Virkjun úrræða
Virkjun annarra
 

mati Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er grunnþekking á undirstöðuatriðum fjármála og efnahags, flokkuð sem yfirburða úrræði til stefnumótunar og frammistöðu eins og að vera hvetjandi, einbeitt/ur og innblásin/nn

Ítarlegri skoðun á 2.4 Smella til að lesa  

Samkvæmt rammanum er hæfninni lýst á eftirfarandi hátt:

Hæfni

Vísbending

Lýsing

2.4 Fjármála- og efnahagslæsi

þróa kunnáttu í fjármála- og efnahagsmálum 

Áætlaðu kostnaðinn við breyta hugmynd í verðmætaskapandi starfsemi
Skipulegðu, settu á stað og leggðu mat á  fjárhagslegar ákvarðanir með tímanum
Hafðu umsjón með fjármögnun til tryggja verðmætaskapandi starfsemi þín geti varað til langs tíma

 

Með því að meta fyrri töflu getum við séð að 2.4 er hæfni með þrískiptar áherslur:

1. Fjárhagsáætlun og kostnaðargreining
2. Fjárhagstengd ákvarðanataka 
3. Rekstrarleg sjálfbærni
 

Með öðrum orðum, EntreComp virðist tengja bæði frumkvöðlametnað og seiglu við sömu þjálfunarsvið og raunverulega arðsemi hugmyndarinnar: góð tilfinning fyrir frumkvæði og brennandi áhugi gæti leitt til hörmunga ef kostnaðartölur eru ekki íhugaðar af skynsemi…

Semsagt góð hugmynd er ekki endilega fjárhagslega hagkvæm (vegna stórra fjárfestinga eða ósjálfbærrar hagnaðarframlegðar). Á hinn bóginn er alltaf gott íhuga og vinna  hugmyndum sem eru arðbærar...

Fjármálafræðsla og stjórnendalæsi: þræðir og undirhæfniSmella til að lesa  

EntreComp ramminn flokkar fjóra ítarlega þræði sem tengjast hæfni nr. 2.4 og eru mikilvægir til að ná tökum á að minnsta kosti grundvallaratriðum fjármála og efnahagsmála:

• Skilningur á efnahags- og fjármálalegum hugtökum

• Fjárhagsáætlun

• Að finna fjármagn

• Að skilja skattlagningu

Fyrir hvern af þessum þráðum geta notendur sjálfir metið færnistig sitt með því að vísa til 8 þrepa framfaralíkans sem er hluti EntreComp og hægt er að nota fyrir hvern þráð hverrar hæfni.

Fjármála- og efnahagslæsi: Að skilja fjármála- og hagfræðileg hugtökSmella til að lesa  

Þessi hæfni snýst í raun um að kynna sér algeng hugtök sem notuð eru í viðskiptum og stjórnun: 

KPI (Key Performance Indicators) Lykil árangursmælikvarðar
Jöfnunarpunktur
Framboð, eftirspurn og markaðsvirði
Hlutabréf vs. skuldabréf
Verðteygni eftirspurnar
Stærðarhagkvæmni
Hagkvæmni náms
Stefnumótandi rekstrareining
Fjölbreytni stefnu
Virðiskeðja
O.s.frv.
Fjármála- og efnahagslæsi: FjárhagsáætlunSmella til að lesa  

Fjárhagsáætlun snýst um að hægt spá fyrir um fjárstreymisþörf fyrir hvern kostnaðarlið

Hver aðgerð krefst ákveðins fjármagns til sinna fyrirfram tilgreindum verkefnum sínum. Endanleg  fjárhagsáætlun hverrar aðgerðar/ferlis/teymis (fer eftir merkingu kostnaðarliðar) verður svo til útfrá áreiðanlegu og traustu mati sem byggir t.a.m. á viðmiðum fyrri verkefna/gagna.

Skilvirk fjárhagsáætlunargerð kemur með reynslunni: Með tímanum safna frumkvöðlar fjölda úrræða og reynslu sem hjálpar þeim  fínstilla betur ákvarðanir sínar í fjárhagsáætlunum í framtíðinni

Það eru margar aðferðir sem hægt er að beita við fjárhagsáætlunargerð og fjárhagsspá, við förum í gegnum þær í öðrum hluta þessa námsþáttar. 

Fjármála- og efnahagslæsi: Að finna fjármagnSmella til að lesa  

…með öðrum orðum, að finna fólk sem vill fjárfesta í stofnuninni/viðskiptahugmyndinni/fyrirtækinu í skiptum fyrir vaxtaprósentu.

Hin „hefðbundna“ birtingarmynd fjármögnunaruppsprettu er bankakerfið. Hins vegar er nú á dögum mjög stór hópur hagsmunaaðila bæði frá hinu opinbera og einkageiranum sem geta haft áhuga á tilteknum verkefnum:

Styrktarsjóðir
Áhættufjármagnseigendur
Hópfjármögnun
Evrópustyrkjamöguleikar
o Byggingasjóðir
o Evrópuverkefni

Fyrir frekari upplýsingar, skoðið 2.hluta 

Fjármála- og efnahagslæsi: Að skilja skattlagninguSmella til að lesa  

Samkvæmt rammanum er hæfninni lýst á eftirfarandi hátt: 

Verkfærakista fyrir stefnumótandi stjórnun

Verkfærakista fyrir viðskipta- og stefnumótandi stjórnun: Kynning á hlutanum:Smella til að lesa  

Við viljum kynna fyrir notendum samþætt verkfæri og líkön sem þeir geta reitt sig á til skipuleggja stofnanir sínar

Verkfærin standa fyrir lykilatriði stjórnunarlæsis og munu styðja þig í:

öðlast betri skilning á raunverulegum möguleikum fyrirtækisins þíns
skoða tækifæri og leiðir til brúa bilið við markaðinn
ná í samkeppnisforskot og hærri frammistöðustaðla

Vinsamlegast athugið þessi verkfæri hafa ekki verið þróuð með vísan til ákveðins geira eða atvinnugreinar. Sem slík falla þau fullkomlega óáþreifanlegum menningararfi og mörkuðum þínum.

Líkanið: Business Model Canvas, BMC Smella til að lesa  

 

BMC er ennþá vinsælasta verkfærið fyrir upprennandi og rótgróna frumkvöðla til ramma inn og móta viðskiptalíkan stofnunar sinnar.

Með viðskiptalíkani er átt við hvernig stofnanir/viðskipti skapa verðmæti og sækjast eftir efnahagslegri sjálfbærni.

Ætlast er til að BMC sé prentað út og fyllt út af þátttakendum með post-it miðum, línuritum, teikningum... eða öðru sem hentar. Venjulega er þetta teymisvinna, en það eru í raun engin takmörk fyrir notkun þess. Þátttakendur nota hugarflug um þá grunnþætti til skilgreiningar viðskiptamódelsins.

BMC inniheldur níu klasa af úrræðum sem þessir grunnþættir gætu átt við. Ekki er um að ræða staðlað form til fylla út. Notendur geta haldið áfram eins og þeir vilja en hér eru leiðbeiningar (næsta glæra):

 

1. Lykil samstarfsaðilar

 

Hverjir eru lykilsamstarfsaðilar þínir?

 

Hverjir eru lykilbyrgjar þínir?

 

Hvaða lykilúrræði fáum við frá samstarfsaðilum?

 

Hvaða lykilathafnir framkvæma 

samstarfsaðilar okkar?

 

2. Lykilathafnir

 

Hvaða lykilathafna krefst 

tillagan okkar

 

Hvað með dreifingarleiðir okkar?

 

Hvað með sambönd við viðskiptavini okkar?

 

Hvað með tekjustofna okkar?

 

3. Lykilúrræði

 

Hvaða lykilúrræða krefst tillagan okkar?

 

4. Verðmætatillaga

 

Hvaða virði færum við viðskiptavinum okkar?

 

Hvaða vandamál viðskiptavina okkar erum við hjálpa til við leysa?

 

Hvaða vöru- og/ eða þjónustupakka  

erum við bjóða 

viðskiptavinum?

 

Hvaða þarfir viðskiptavina erum við uppfylla?

 

5. Viðskiptavina-samband

 

Hvers kyns samband gera viðskiptavinir okkar kröfur um við höldum við þá

 

Hvaða sambanda höfum við stofnað til?

 

Hvernig samþættast þau öðrum hlutum viðskiptalíkans okkar?

 

Hversu kostnaðarsöm eru þau? (eða gætu orðið?)

 

6. Viðskiptavinahópar  

 

Fyrir hverja erum við skapa verðmæti?

 

Hverjir eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir?

 

7. Dreifingarleiðir

 

Gegnum hvaða leiðir vilja viðskiptavinir okkar láta í sig?

 

Hvernig ætlum við til þeirra?

 

Hvernig getum við samþætt dreifingarleiðir okkar?

 

Hverjar eru hagkvæmastar?

 

8. Kostnaðar-greining

 

Hverjir eru mikilvægustu kostnaðarliðirnir í viðskiptalíkani okkar?

 

Hvaða lykilúrræði og athafnir eru hagkvæmastar

 

9. Sjóðsstreymi

 

 

Fyrir hvaða virði eru viðskiptavinir okkar raunverulega tilbúnir að borga

 

Hversu mikið myndu þeir vilja borga?

 

Fjárhagsáætlun og kostnaðargreining Smella til að lesa  

Í töflunni er 8. Kostnaðaruppbyggingu og 9. Sjóðsstreymi. Í EntreComp er fjallað um fjárhagsáætlunargerð og algengustu aðferðir við kostnaðargreiningu:

HLIÐSTÆÐA (ANALOG): viðmið frá fyrri (og svipaðri) reynslu
FÆRIBREYTA (PARAMETRIC): eldri gögn eru endurreiknuð á grunni núverandi kringumstæða
TOP-DOWN: útfrá heildarupphæðinni er fjármagninu dreift á hvernig kostnaðarlið
BOTTOM-UP: úfrá hverjum kostnaðarlið, er heildarupphæðin reiknuð (og rædd)

 

Er einhver aðferðafræði betri en önnur við fjárhagsáætlanagerð?

Velja þarf aðferð úr frá samhenginu - til dæmis, ef við leggjum fram traust og áreiðanleg gögn og upplýsingar, þá þýðir það að best er að velja HLIÐSTÆÐU (ANALOG) aðferðina

Ráðstöfun fjárveitingar ætti að vera í samræmi við þrjú viðmið:

Stöðugleika
Áhrif
Sjálfbærni

Með öðrum orðum, er ráðstöfun fjárveitingar í samræmi við það fjármagn sem úthlutað var til verkefnisins/ferlisins/vinnuhópsins etc?

Virðiskeðja Porters (Porter’s Value Chain) Smella til að lesa  

Source: Michael E. Porter, Competitive Advantage, 1985, p.87

 

Annað líkan til setja fram virðisjöfnu fyrirtækis er svo virðiskeðja Porters. Í líkaninu er starfsemi fyrirtækis sýnt sem ferli sem umbreytir hráefni í vöru og þjónustu fyrir almenning.

Starfsemi fyrirtækis er skipt í tvo flokka:

Aðal (kjarna) starfsemi (primary activities): þær sem stuðla beint framleiðslu.
Stuðningsaðgerðir (support activities): þær sem eru mikilvægar í vinnslu aðfanga
Porter’s Five ForcesSmella til að lesa  

Source: Michael E. Porter, “How Competitive Forces Shape Strategy”, Harvard Business Review, May 1979 (Vol. 57, No. 2), pp. 137–145.

 

Michael Porter er mikilvægur hugmyndasmiður í stefnumótandi viðskiptastjórnun.

Líkanið um fimm krafta (five forces) er rammi til greina og meta samkeppnisvirkni tiltekinnar atvinnugreinar/geira. Ramminn inniheldur fimm breytur („kraftar“) sem skoða samkeppni og þær samkeppnisáskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir.

Nýir þátttakendur
Samningamáttur birgja
Samningamáttur kaupenda
Staðgengill vara (eða þjónusta)
Semkeppnisaðilar

Fyrir frekari upplýsingar um líkanið: How Competitive Forces Shape Strategy, HBR

eftir Michael E. Porter

Unnið með líkan PortersSmella til að lesa  

Aðrir höfundar hafa nýtt líkan Porters og þróað áfram til stuðla áfram bættri samkeppnishæfni fyrirtækja:

Vaxtarhraði iðnaðarins

Fram hefur komið atvinnugreinar þar sem þróun er hröð vinna enn hraðar og bæta enn frekar samkeppnishæfni sína þegar þær laða sér nýtt skipulag og nýjar fjárfestingar .

Tækni og nýsköpun

tækni veitir samkeppnisforskot (þ.e. betri upplifun viðskiptavina, betri nothæfi vörunnar, þ.e. meiri skilvirkni = lækkun kostnaðar = meiri hagnaður) .

Viðbótarvörur og þjónusta

Ímyndaðu þér ef allur bílaiðnaðurinn yrði rafdrifinn, hvaða áhrif hefði það fyrir olíufyrirtæki?

The DEMING’s cycle Smella til að lesa  

 

Deming, W.E., 1950. Elementary Principles of the Statistical Control of Quality, JUSE.

 

Ef þú hefur lesið einhverja stjórnunarhandbók nýlega er líklegt þú hafir rekist á hluti eins og Lean Manufacturing, Total Quality Management (TQM), Just In Time (JIT): líkön sem beitt var í japönskum iðnaði á seinni hluta síðustu aldar.

Í raun og veru sækja þeir allir innblástur til W. Edwards Deming, bandarísks rithöfundar sem vann með iðnfyrirtækjum í Japan eftir seinni heimsstyrjöldina.

DEMING hringrásin er enn einn af öflugustu og áreiðanlegustu verkfærum til að meta skipulagsferla og samræmi þeirra við innri staðla .

Líkanið hefur verið vinsælt um allan heim vegan þess hversu auðvelt það er í notkun og einfalt.


Sjálfsmat!

Dæmisögur sem tengjast efninu:

- Að örva fjármálamenntun til að efla frumkvöðlastarf

- Fjárhags- og spálíkön fyrir frumkvöðla




Lýsing:

Betri kunnátta og þekking á öflugum og áreiðanlegum kenningum um stjórnun


Lykilorð

Menntun, þjálfun, stjórnun, samskipti, áætlanagerð


Markmið:

Eftir þetta námskeið ættir þú að hafa grunnþekkingu á :
• Fjármálahæfni unnið út frá EntreComp
• Leiðir til að meta framfarir í fjármálahæfni
• Nýjum leiðum, römmum og verkfærum til stefnumótandi stjórnunar


Heimildaskrá


© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.