|
|||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er óáþreifanlegur menningararfur? EiningavísitalaSmella til að lesa
I Skilgreiningar á óáþreifnalegum menningararfi I Hlutverk UNESCO I 5 svið óáþreifanlegs menningararfs I Menningararfur og óáþreifanlegur menningararfur I Áhugaverðir umræðupunktar tengdir óáþreifanlegum menningararfi Skilgreining á óáþreifnalegum menningararfiSmella til að lesa
Hlutverk UNESCOSmella til að lesa
a) að varðveita óáþreifanlegan menningararf
b) að tryggja virðingu fyrir óáþreifanlegum menningararfi í samfélögum, hópum og þeim einstaklingum sem í hlut eiga
c) að efla vitund, bæði á staðbundið, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, um mikilvægi menningarerfða og tryggja að þær njóti gagnkvæmrar virðingar
d) að koma á alþjóðlegri samvinnu og aðstoð.
Hluti af starfi UNESCO í samstarfi við aðildarríki á sér stað í gegnum lista sáttmálans: Heimasíða UNESCO um óáþreifanlegan menningararf geymir upplýsingar um starf UNESCO en býður einnig upp á möguleikann á að sjá skráðan óáþreifanlegan menningararf á sjónrænan og gagnvirkan hátt: Dive into Intangible Cultural Heritage
Fimm svið óáþreifanlegs menningararfs Smella til að lesa
Óáþreifanlegur menningararfur eins og hann er skilgreindur af UNESCO er skipt niður í eftirfarandi svið:
Menningararfur og óáþreifanlegur menningararfurSmella til að lesa
Hugtökin haldast oft í hendur. Óáþreifanlegur menningararfur samanstendur af hefðum, þekkingu og siðum sem ganga frá manni til manns og eru oft samtvinnuð hinum áþreifanlega menningararfi eins og minjum, búningum, verkfærum og húsum. Dæmi um þetta samspil eru íslensku torfhúsin sem varðveitt eru af Þjóðminjasafni Íslands. Húsin sjálf eru menningararfur og byggingartæknin er óáþreifanlegur menningararfur, færni sem lærist frá manni til manns. Áhugaverðir umræðupunktar um óáþreifanlegan menningararfSmella til að lesa
Hugmyndin um að standa vörð um óáþreifanlegan menningararf og starf UNESCO er ekki hafið yfir gagnrýni og áhugaverðar umræður. Hér eru nokkur dæmi:
Að vinna með óáþreifanlegan menningararf EiningavísitalaSmella til að lesa
I Fagleg störf eða áhugamál I Lifandi I Hvar byrjum við? I Óáþreifanlegur menningararfur og ferðaþjónusta Óáþreifanlegur menningararfur – Starf eða áhugamálSmella til að lesa
• Það getur verið allt frá einföldum hversdagslegum hefðum upp í úthugsaða, háþróaða færni. • Færnina og þekkinguna má bæði nýta í einkalífi og opinberlega. Það er bæði félagsleg og einstaklingsbundin starfsemi. • Óáþreifnalegur menningararfur getur einnig verið hluti af þjónustu eða framleiðslu á vöru. • Óáþreifanlegur menningararfur getur verið auðlind fyrir þróun samfélags. LifandiSmella til að lesa
• Þegar unnið er með óáþreifanlegan menningararf er hugtakið varðveisla notað. Það undirstrikar að hugmyndin er að varðveita ákveðna þætti, án þess þó að frysta þá í einhverju hreinu eða ákveðnu formi.
• Óáþreifanlegum menningararfi er haldið lifandi og í gildi þegar hann er ástundaður og honum deilt.
• Óáþreifanlegur menningararfur tekur sífelldum breytingum og er í sífelldri þróun - hann er ekki hlutur á safni til að dást að.
• Sérhver kynslóð mun hafa áhrif á hann, bæði með litlum aðlögunum og stærri breytingum.
• Starfið er skapandi en byggir á þeirri þekkingu sem berst frá kynslóð til kynslóðar. Varðveisla þess byggir á áframhaldandi starfsemi þeirra sem hafa sérstaka þekkingu á hefðum, færni og siðum innan samfélaga.
• Þetta getur virkað þversagnakennt. Margir hafa trú á að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir, á meðan aðrir trúa á meira frelsi þegar kemur að óáþreifanlegum menningararfi. • Þess vegna eru bæði virðing og víðsýni mikilvægir þættir í vinnu við óáþreifanlegan menningararf, fyrir fortíðina og fyrir fjölbreytilega og lifandi menningu samtímans. Hvar er best að byrja?Smella til að lesa
Óáþreifanlegur menningararfur og ferðaþjónustan Smella til að lesa
" Ferðaþjónustan er sannarlega drifkraftur samstöðu og þróunar. Við skulum öll nýta krafta hennar til fulls til að leiða fólk og samfélög saman, í samræmi við Alþjóðlegar siðareglur ferðaþjónustu. Þannig getur ferðaþjónusta haldið áfram að skila betri tækifærum og sjálfbærri þróun fyrir milljónir manna um allan heim." Zurab Pololikashvili,
Ferðaþjónusta er mikilvægur möguleiki fyrir marga sem vinna með óáþreifanlegan menningararf. Í Alþjóðlegum siðareglum ferðaþjónustunnar vísar menning til eftirfarandi: “Stefnumótun í ferðaþjónustu og starfsemi í greininni skal einkennast af virðingu fyrir hverskonar arfleifð á sviði lista, fornleifa og menningar. Þessa arfleifð ber að vernda svo komandi kynslóðir geti notið hennar.…”
"Ferðaþjónusta skal skipulögð með þeim hætti að hún geri hefðbundnum varningi, handverki og menningararfleið kleift að blómstra, frekar en að valda hnignun og leiða til einsleitni. ” (4. grein, mgr. 2 og 4. UNWTO, 2017) Að meta hugmyndir EiningavísitalaSmella til að lesa
I Að skapa hugmyndir I Leiðir til að verða meira skapandi í vinnu með óáþreifanlegan menningararf I Leiðir til að bæta hugmyndina þína I Hvernig getur hugmynd öðlast virði? I Hvert er félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt virði hugmyndarinnar? Að þróa hugmyndirSmella til að lesa
Leiðir til að vera meira skapandi í vinnu með óáþreifanlegan menningararfSmella til að lesa
• Gefðu tíma fyrir sköpun og stefndu að afköstum. Haltu samt áfram að vinna þó að þú hafir engan innblástur.
• Leiktu þér með frumgerðir (e. prototypes).
• Haltu áfram að læra.
• Vertu opinn og leiktu þér.
• Sigrastu á ótta þínum, mistök eru hluti af allri skapandi vinnu.
• Finndu hvað virkar fyrir þig, hlustaðu á tónlist, farðu í gönguferð, fáðu nægan svefn osfrv.
• Fjölbreytt endurgjöf er mikilvæg, fáðu að heyra sjónarmið annarra.
• Veltu fyrir þér mörgum leiðum.
• Vertu opinn fyrir tækifærum og óvæntum atburðum.
• Taktu þér hlé, hvíldu hugann og endurstilltu fókusinn.
“Sköpunargáfa er að finna upp, gera tilraunir, vaxa, taka áhættu, brjóta reglur, gera mistök og hafa gaman." -- Mary Lou Cook Að bæta hugmyndina Smella til að lesa
"Sköpunargáfan bíður ekki eftir hinu fullkomna augnabliki. Hún tekur venjulegu stund og skapar sína eigin fullkomnu stund." - Bruce Garrabrandt Systematic Inventive Thinking Smella til að lesa
Design thinkingSmella til að lesa
Hvert er gildi hugmyndar?Smella til að lesa
Þegar þú vinnur að hugmyndinni þinni gætir þú spurt spurninga eins og:
Hefur hugmyndin menningarlegt virði? Smella til að lesa
Hefur hugmyndin félagslegt virði?Smella til að lesa
Hefur hugmyndin efnahagslegt virði? Smella til að lesa
Samantekt SamantektSmella til að lesa
|
Sjálfsmat!
Dæmisögur sem tengjast efninu:Lýsing:
Þú munt vita meira um óáþreifanlegan menningararf og hafa öðlast grunnskilning á hlutverki UNESCO í varðveislu hans.
Þú munt hafa öðlast grunnskilning á mismunandi leiðum til að vinna með óáþreifanlegan menningararf
Þú munt kynnast leiðum til að vinna frekar að hugmyndum þínum og leiðir til að meta gild þeirra.
Lykilorð
Óáþreifanlegur menningararfur Þróun hugmynda Aðferðin Systematic Inventive Thinking Design thinking Að meta gildi hugmynda
Markmið:
Í lok þessa námskeiðs, muntu hafa undirstöðuþekkingu á óáþreifanlegum menningararfi og starfi UNESCO. Þú munt hafa fengið innsýn inn í áhugaverðar umræður tengdar óáþreifanlegum menningararf og vita hvaða skref þú getur tekið ef þú vilt vinna með hann. Þú munt þekkja leiðir til að skapa fleiri hugmyndir, þróa þær með ólíkum aðferðum (Systematic Inventive Thinking) og leiðir til að meta gildi þeirra.
Heimildaskrá
https://en.ccunesco.ca/blog/2019/10/understanding-intangible-cultural-heritage
https://entrecompcertificate.eu/wp-content/uploads/2021/03/Valuing-Ideas.pdf
https://www.designorate.com/can-we-apply-design-thinking-in-education/
https://www.ideou.com/blogs/inspiration/what-is-design-thinking
https://www.mun.ca/ich/what_is_ich.pdf
https://ich.unesco.org/en/convention
https://en.unesco.org/about-us/introducing-unesco
https://ich.unesco.org/en/purpose-of-the-lists-00807)
https://ich.unesco.org/en/convention#art16
https://ich.unesco.org/en/lists
https://ich.unesco.org/en/dive
https://ich.unesco.org/en/oral-traditions-and-expressions-00053
https://ich.unesco.org/en/performing-arts-00054
https://ich.unesco.org/en/social-practices-rituals-and-00055
https://ich.unesco.org/en/knowledge-concerning-nature-00056
https://ich.unesco.org/en/traditional-craftsmanship-00057
http://portal.unesco.org/en/ev.php-URL_ID=15244&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html
https://www.psychologytoday.com/us/basics/creativity