#

Ungmennaárangur í Svíþjóð (e. Junior Achievement Sweden)


Innihald

Samtök í Svíþjóð sem vinna með sænskum nemendum og veita þeim verkfæri til að hefja eigin rekstur í framtíðinni. Samtökin eru kölluð JA Sweden og þekktasta námsleið þeirra nefnist Fyrirtækjaleið (UF-företagande) þar sem nemendur læra um frumkvöðlastarf. Verkefnið er margþætt en einn mikilvægasti þátturinn er að vinna með að setja sér skammtíma-, mið- og langtímamarkmið og leggja mat á vinnu sína.

Eftirfarandi upplýsingar eru af vefsíðu Ungmennaárangurs í Svíþjóð:
“Um JA Sweden
Junior Achievement Sweden er sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að efla frumkvöðlastarf meðal sænskra nemenda og að efla tengsl atvinnulífsins og sænska skólakerfisins.
Frumkvöðlastarf má kenna
Junior Achievement Sweden býður upp á nám í frumkvöðlastarfi fyrir nemendur frá grunnskólastigi til framhaldsskólastigs til að tryggja framgang frumkvöðlamenntunar innan sænska skólakerfisins. Náminu er ætlað að örva sköpunargáfu og frumkvöðlastarf, veita nemendum innsýn í /.../ viðskiptaaðstæður og driföfl og vekja athygli á mikilvægi frumkvöðlastarfs. Hornsteinn hugmyndafræði Junior Achievement Sweden er að hægt sé að kenna frumkvöðlastarf. Junior Achievement Sweden er hluti af alþjóðlegu samtökunum Junior Achievement Worldwide. (https://www.jaworldwide.org/] athugasemd mín).
Þrjár námsskrár
Frumkvöðlastarf í grunn- og framhaldsskóla snýst um sköpun, nýsköpun og virkni. Markmiðið er að tryggja kennsluumhverfi sem einkennist af því að vera skapandi og virkt og hvetur nemendur og kennara til að læra og kenna. Junior Achievement Sweden býður upp á þrjár kennslunámskrár, Samfélag okkar, Fyrirtæki mitt og Árangur í fjármálum, með um 60 000 nemenda árlega.
450 000 nemendur
Þekktasta námsleið JA Sweden er Fyrirtækjaleið (UF-företagande). Námsleiðin veitir framhaldsskólanemum tækifæri til að stofna og reka eigið fyrirtæki eitt skólaár. Nemendur fá upplifa af eigin raun lífsferil fyrirtækis: greina óuppfyllta markaðsþörf, gera viðskiptaáætlun, stofna fyrirtæki, afla fjármagns til að framleiða/þróa vöruna, vinna að markaðssetningu og sölu vörunnar og loks slíta starfsemi og borga út einhvern arð.
/.../
Í gegnum viðskiptasýningar og samkeppnir einbeita nemendur sér að nýsköpun, frumkvöðlastarfi og markaðshæfni. Skólaárið 2019/20 tóku yfir 33.700 nemendur í Fyrirtækjaleið og yfir en 450.000 nemendur hafa tekið þátt í námsleiðinni síðan 1980.
Árið 2010 kom JA Sweden á fót tengslaneti fyrrverandi nemenda til að halda áfram að örva frumkvöðlastarf meðal þeirra og leyfa ungum frumkvöðlum að deila reynslu sinni. Í dag hittast fyrrverandi nemendur reglulega yfir árið á fræðslusmiðjum og fundum í gegnum tengslanetið.

Tvær rannsóknir
Karl Wennberg, PhD, við Frumkvöðladeild Hagfræðiháskóla Stokkhólms, hefur rannsakað og birt niðurstöður tveggja rannsókna um nemendur útskrifaða af Fyrirtækjaleið JA Sweden. Rannsókn frá 2011 sýndi fram á að nemendur útskrifaðir af Fyrirtækjaleið JA Sweden væru líklegri til að stofna fyrirtæki en fólk án reynslu úr Fyrirtækjaleið og að þau fyrirtæki sem einstaklingar útskrifaðir af Fyrirtækjaleið stæðu betur fjárhagslega, leiddu til meiri atvinnusköpunnar og væru lengur í rekstri. Rannsókn frá árinu 2013 gaf til kynna að nemendur útskrifaðir af Fyrirtækjaleið JA Sweden væru líklegri til að stofna fyrirtæki. Að auki leiddi rannsóknin í ljós að þeir sem útskrifuðust úr fyrirtækjanámi höfðu sterkari stöðu í atvinnuleit á vinnumarkaði, samanborið við einstaklinga sem ekki höfðu reynslu af Fyrirtækjaleið. Þessar rannsóknir sýndu fram á að frumkvöðlaþjálfun skilar árangri í frumkvöðlaferli einstaklinga, styrkir stöðu á vinnumarkaði og sýnir að JA Sweden gegnir mikilvægu hlutverki í áframhaldandi frumkvöðlaþróun Svíþjóðar”


Heimildaskrá


© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.